Barnabókasetur Íslands

Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri var stofnað 4. febrúar 2012. Að setrinu standa auk háskólans, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Þá eiga Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri aðild að setrinu.

Merki Barnabókaseturs er litríkt, mjúkt og glaðlegt. Opin bók gefur færi á öllu sem hægt er að ímynda sér. Það sem kemur upp úr bókinni gæti verið ævintýraskógur eða furðuverur – eitt bros getur breytt andrúmsloftinu og stuttu fæturnir hafa ákveðna vísun í teikningar barna. Hringirnir geta líka verið talbólur og vísað þannig í samtal eða lesanda og hlustendur.

Viðskiptavinur
Barnabókasetur Íslands
Ártal
2012
Categories