Grýtubakkahreppur

Posted on Posted in Auglýsingar

grytub-lrg

Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps leitaði til Blek árið 2011 með þann vanda að íbúum sveitarfélagsins hafði farið fækkandi nokkur ár í röð.

Við ákváðum að hluti af lausninni væri fólgin í markaðskönnun og ímyndarauglýsingum bæði til markaðssetningar út á við og ekki síður innávið. Markmið með herferðinni og birtingu auglýsinganna var að fjölga íbúum í Grýtubakkahreppi. Við hófum starfið á að framkvæma netkönnun meðal allra íbúa í sveitarfélaginu og fengum góða svörun. Þar spurðum við um afstöðu þeirra til fjölgunar, hvað sveitarfélagið gæti gert betur til að þjónusta núverandi íbúa og taka á móti nýju fólki. Stjórnendur sveitarfélagsins fengu þar mjög verðmætar upplýsingar sem unnið var út frá í ímyndarherferðinni.

Auglýsingarnar gengu að mestu út á birtingu í tímaritum sem höfða helst til kvenna og sýndu áhugavert lítið samfélag, nálægð við náttúruna og fjölbreytta atvinnuvegi miðað við smæð og nánd sveitarfélagsins.

Að tveimur árum liðnum stendur sveitarstjórnin frammi fyrir öðruvísi og ánægjulegri verkefnum, meiri fjölgun en við var búist sem reynir á innviðina, sjá frétt á RÚV: http://www.ruv.is/frett/uppgangur-a-grenivik