Hótel Varmahlíð

Posted on Posted in Merki

varmahlid-logo-stor

 

Við gerðum nýtt merki fyrir Hótel Varmahlíð. Hótelstýran lýsir því best, við erum mjög glaðar með þessa lýsingu frá henni og samvinnuna við sköpun merkisins: „Þetta er nýja merkið okkar hér á Hótel Varmahlíð. Mig langaði til þess að draga fram hlýleikan og notalegheitin sem við leggjum okkur fram um að skapa hér á hótelinu. Blóðbergsgreinin vísar í náttúruna og virðinguna sem við berum fyrir hráefnunum sem við notum í eldamennskunni. Einfalt og sveitó og ég er ótrúlega ánægð með það“.

varmahlid-stor2

varmahlid-stor3

 

Við gerðum að sjálfsögðu auglýsingar, matseðla, vefsíðu og ýmsar innanhúss auglýsingar líka.