Blek | Skapandi norðlensk auglýsingastofa

Blek – Skapandi norðlensk auglýsingastofa var stofnuð árið 2010 og vinnur með félögum og fyrirtækjum úr öllum geirum atvinnulífsins um allt land við gerð markaðsefnis, auglýsinga, uppsetningu vefsvæða og umsjón samfélagsmiðla.

Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit vörumerkja í öllum miðlum og mikilvægi þess að félagið/fyrirtækið/varan hafi sömu rödd í öllum miðlum.

Mikil áhersla er lögð á sterkt tenglanet við aðra sérfræðinga; markaðsfræðinga, ljósmyndara, blaðamenn og þýðendur.

Starfsmenn Bleks hafa háskólamenntun að baki í sínu fagi og margra ára reynslu úr atvinnulífinu, sem skilar sér í skjótum og vönduðum vinnubrögðum sem og miklum metnaði til að ná árangri.

 

Dagný Reykjalín

Dagný útskrifaðist með BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2003 og diplómu í Multimedia design & communication frá Aarhus Business School árið 2008. Hún hefur unnið á auglýsingastofum nær samfleytt frá 2003 og við vefhönnun/vefforritun frá 1998. Dagný tók þátt í Brautargengi á vegum NMÍ árið 2010 og stofnaði Blek sama ár. Hún hefur einnig kennt vefhönnun, vefviðmótshönnun og vefumsjón við Listaháskóla Íslands, Myndlistarskólann á Akureyri og hjá Símey endurmenntun.

Aðalsteinn Svan Hjelm

Aðalsteinn er með MSc gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá EADA Viðskiptaháskólanum í Barcelona. Hann hefur unnið í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins bæði fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur mikla reynslu á markaðssetningu ferðaþjónustuaðila sem hefur skilað góðum árangri.

Hafðu samband við okkur eða kíktu í kaffi!

Blek ehf. - Skapandi norðlensk auglýsingastofa
Hafnarstræti 94
600 Akureyri

Sími: 615 1655

kt. 660310 2580

blek@blekhonnun.is

Sendu okkur skilaboð:

Nafn:

Netfang:

Efni fyrirspurnar:

Skilaboð:

Blek Hafnarstræti Akureyri