Nýtt ár, nýtt dagatal!

Ég verð að viðurkenna að ég hef talsverða aðdáun á góðu skipulagi, án þess þó að vera yfirgengilega rúðustrikuð. Ég reyni eftir fremsta megni að fara eftir þeim áætlunum sem ég set mér en það fer auðvitað upp og ofan eins og hjá sennilega flestum. Fyrstu dagar nýs árs eru góður tími (eins og hver annar kannski) að hugsa til baka jafnt sem fram á veginn og skipuleggja árið framundan. Til þess þarf maður góð tól og þó svo ég sé með nokkrar prentaðar dagbækur (Munken Illuminate bókin er uppáhalds núna) og örfá öpp í símanum þá ná þau einhvernvegin ekki einfaldleikanum og þægindunum sem útprentaða veggdagatalið sem ég gerði fyrir nokkrum árum nær einhvernvegin að fanga. Það hangir á vegg í eldhúsinu hjá okkur og auðveldar skipulag heimilisins þar sem krakkarnir ná að fylgjast með því sem er framundan.

Það er núna uppfært fyrir árið 2018 – pdf skrá sem þú prentar út sjálfur og passar á A4 blað. Það er í svarthvítu og eingöngu helstu hátíðisdagar eru merktir inn á. Nóg af plássi og ekkert sem truflar. Þú getur líka prentað einn mánuð í einu og sett í ramma. Ég veit að einhverjir hafa prentað það út í A3 stærð sem er náttúrulega snilld!

– Sæktu dagatal 2018 hér –