PrentefniTeikningar

Barnabókasetur

barnabok-01

barnabok-02

Barnabókasetur, Amtsbókasafnið og Minjasafnið eru með verkefni í miðbæ og innbæ Akureyrar sem kallast “Járnbækur” en það er valin opna úr einni barnabók sem er límd á járnplötur og fest við ljósastaura í bænum. Þannig er hægt að ganga 3.3 km langa lestrargöngu um bæinn og lesa opnu úr fjölbreyttum íslenskum barnabókum. Gangan hefst (eða endar) við Minjasafnið og gengið er að Amtsbókasafninu. Kortið gerðum við til að auðvelda yfirsýn. Það er handteiknað og málað með vatnslitum og sýnir hvaða bækur er hægt er að finna á hverjum stað.