Prentefni

Blek nafnspjöld

Blek skapandi norðlensk auglýsingastofa nafnspjöld

 

Blek skapandi norðlensk auglýsingastofa nafnspjöld

 

Í desember sl. hélt prentsmiðjan Reykjavík Letterpress upp á 5 ára afmælið sitt með nafnspjaldakeppni meðal hönnuða (- markpóstur keppninnar fékk verðlaun frá FÍT – félagi íslenskra teiknara). Við sendum inn okkar nafnspjald og fékk það 2.-3. verðlaun. Letterpress er nokkurs konar þrýstiprentun þar sem hver litur er prentaður fyrir sig og í mjúkan bómullarpappír er hægt að ná fallegri áferð og miklum karakter.

Nafnspjaldið er hugsað eins og blekdropi sem fellur ofan í vatn þar sem blekið tvístrast í sundur og myndar allskonar form. Það er bæði prentað með svörtu og með litlausri upphleypingu, á pappír úr 100% bómull.