AuglýsingarPrentefni

Éljagangur

eljagangur2014

elja13-lrg

elja12-baekl-lrg

eljagangur-storaugl
elja13-2-lrg

elja13-3-lrg

Blek sá um kynningarefni Éljagangs öll árin sem hátíðin var haldin og átti fulltrúa í stjórn félagsins ásamt Akureyrarstofu, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og KKA, sem hélt utan um skipulagningu hátíðarinnar. Kynningarefnið var í sama stíl frá upphafi en á hverju ári notum við eina flotta þemamynd úr einu sporti sem er í hávegum á hátíðinni.

Það sem við gerðum fyrir Éljagang var:

– Útbjuggum birtingaáætlun þar sem markmiðið var að ná til útivistaráhugafólks með sem minnstum tilkostnaði.
– Sóttum um styrki fyrir hátíðina til fyrirtækja, leituðum tilboða í birtingar og prentun
– Settum upp vef á íslensku og ensku með vefborðakerfi og uppfærðum hluta hans sjálfar og aðstoðuðum aðra við uppfærslur
– Settum um facebook síðu og uppfærðum hana með efni
– Bjuggum til leik á facebook með því að setja upp leikjaforrit og tengja það við facebook app á facebooksíðu Éljagangs
– Hönnuðum auglýsingar fyrir prentmiðla í þeim stærðum sem þurfti skv. birtingaáætlun
– Hönnuðum vefborða í þeim stærðum sem þurfti skv. birtingaáætlun
– Skrifuðum PR texta og sendum til fjölmiðla ásamt ljósmyndum
– Hönnuðum flyer, A6 stærð, og tókum þátt í dreifingu á honum
– Settum upp viðburðabækling þar sem hvert auglýsingapláss var vel nýtt, teiknuðum kort sem var aðal innihald bæklingsins, tókum þátt í dreifingu á bæklingnum.
– Vöktuðum viðburði yfir sjálfa hátíðina og settum inn ljósmyndir á instagram og facebook

Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur var vel sótt, fékk góða umfjöllun og var þessi helgi oft fjölmennasta helgi vetrarins í Hlíðarfjalli.
Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur er nú hluti af Iceland Winter Games