Prentefni

Upplýsingaskilti um Grímsey

Grímsey upplýsingaskilti Akureyri

Grímsey upplýsingaskilti Akureyri

“Grímsey er nyrsta byggð Íslands og liggur 41 km norður af landi. Hún er 5,3km2 að stærð og lengst 5,5km og hæsti punktur hennar er 105m yfir sjávarmáli. Nyrst liggur heimskautsbaugur þvert yfir eyjuna. Vegna legu Grímseyjar er mikill munur á dagsbirtu eftir árstíma. Á stysta degi ársins er dagsbirta í 2 klst og 15 mínútur en í einn mánuð yfir hásumarið sest sólin aldrei og þá er albjart allan sólarhringinn.”

Þannig hefst textinn á öðru upplýsingaskiltinu sem voru sett upp haustið 2015 úti í Grímsey og voru hönnuð hjá Blek fyrir Akureyrarstofu og Minjasafnið á Akureyri. Annað skiltið fjallar almennt um lífið í Grímsey en hitt fjallar um Daniel Williard Fiske, bandarískan prófessor við Cornwell háskóla í New York og velgjörðarmann eyjunnar en Grímseyingar halda upp á afmælisdag hans ár hvert þann 11. nóvember.

Sjá nánar á vef Akureyrarbæjar

 

grimsey-ak-skilti