Merki

Menntaskólinn á Akureyri

Merki Menntaskólans á Akureyri var hannað hjá Blek árið 2012. Það er til í fimm mismunandi útgáfum allt eftir því hvernig á að nota það.

“Merki skólans er myndtákn af vakandi uglu með útbreiddan væng. Uglan er tákn visku og vísdóms. Form merkisins er einnig skírskotun í skammstöfun á heiti skólans, M.A. Einnig er hægt að sjá í því opna bók og opnar dyr. Merkið er skýrt í einum lit hvort sem er dökkt eða ljóst á dökkum grunni, en getur tekið með sér hinn grágræna tón sem má finna víða í Gamla skóla.”

Einnig útbjuggum við hönnunarstaðal fyrir merkið þar sem notkun þess er útskýrð og reglur settar um framsetningu þess.